Gongur, thjódgardar og thýskir rassar


Advertisement
Published: November 1st 2011
Edit Blog Post

Jaeja jaeja

Tíminn flýgur, vid erum búin ad vera meira en thrjár vikur í Santa Cruz en finnst samt eins og vid sérum bara nýkomin. Hronn fór adeins of geyst í ad láta Svenna prófa local mat, thad vildi ekki betur til en svo ad hann naeldi sér í heiftarlega matareitrun eftir eina markadsferdina og tók nokkra daga í ad jafna sig. Vid vorum sem betur fer heima hjá Ceci og vorum thví med eldhús og sjónvarp til ad stytta okkur stundir í veikindum og vegna thess ad fyrstu vikuna rigndi naer stanslaust. Eftir viku hjá Ceci fórum vid í tíu daga ferd út fyrir borgina og thar sem dvolin hjá Ceci og Marce var ekki alveg eins áaetlad hafi verid, krofdust thau thess ad vid myndum koma aftur til theirra og vera viku í vidbót.

Okkur fannst vid algerlega eiga skilid ad gera eitthvad “brúdkaupsferdarlegt” og bókudum thrjá daga í agalega fínu og dýru “náttúru” resorti. Stadurinn var mjog fínn, flottar laugar, krúttlegir kofar og fugla- og fidrildahús en thad var samt varla peninganna virdi, madur getur vídar sleikt sólina á sundlaugarbakka og borgad mun minna fyrir, thá má líka draga í efa hversu “náttúrulegur” svona stadur er thegar madur sér starfsfólkid úda eitri í maurabú og oll náttúran er manngerd (Vid smokkudum samt lamakjot thar). Naest héldum vid til Samaipata sem er adeins uppi í fjollum, á svipudum stad og Andersfjollin byrja. Thar eru rústir pre-incan samfélags sem eru á heimslista UNESCO, m.a. staersti útskorni steinn í heimi. Sérlega áhugavert fyrir mannfraedinginn sem var thó ad skoda thessar rústir í annad sinn.. Vid fórum í adeins of krefjandi gonguferdir í nágrenninu í fylgd svedjubúinna leidsogumanna, í annarri skreid eitrud konguló undan bakpokanum hennar Hrannar, thad vissum vid hins vegar ekki fyrr en leidsogumadurinn var búinn ad drepa hana. Í hinni gongunni héldum vid advid myndum deyja eftir 6 tíma gongu upp og nidur hlídar í skógi risaburkna. Burknar vaxa víst um 1 cm á ári svo thessir voru nokkud hundrud og thúsund ára gamlir. Thar laerdum vid líka ad ef kóngulóarvefur er spunninn í hring bendir thad til thess ad kóngulóinn sé ekki eitrud.

Sídustu tvo dagana ádur en vid fórum aftur til Santa Cruz vorum vid í Amboro tjódgardinum á stad sem heitir Refugio los volcanes og er sennilega med fallegustu stodum á jardríki. Há fjoll allt í kring, frumskógurinn, ferskvatnsár sem madur getur badad sig í og thad besta er ad vegurinn thangad er svo skelfilegur ad thar er ekkert fólk. Bara tvaer fjolskyldur sem reka gististad fyrir allt ad 20 manns og sjá um ad fara med mann í ferdir inn í skóginn. Á stadnum voru líka thýsk midaldra hjón sem Hronn hefur gert ad átrúnadargodum sínum. Á hverju ári fara thau í fimm vikna ferd á einhvern nýjan stad, í ár var thar Perú og Bólivía, í fyrra fóru thau til Úganda ad skoda Górillur, fyrir nokkrum árum fóru thau til sudur Argentínu, Patagóniu og Eldlondin, thau hafa líka verid í Tanzaníu, Namibíu, Papúa Nýju Guineu, Myanmar, Indland, Rúanda ofl. Ofl. Ofl. Thetta erum vid Svenni eftir 30 ár gott fólk. Af odrum gestum voru tveir bandarískir skordýrafraedingar sem eru ad skrásetja allar bólivískar skordýrategundir og koma thví til Bólivíu nokkrum sinnum á ári. Thegar their byrjudu á verkefninu fyrir 12 árum voru bara skrádar um 600 tegundir, their hafa baett vid naer 1000 tegundum og eru enn ad finna nýjar tegundir, thad er nokkud impressive. Flestar nýjar tegundir hofdu their einmitt fundid á thessum stad í Amboro. Thessir skordýrafraedingar voru líka alveg úber hardir gaurar. Medan their voru ad bera saman afrakstur dagsinn lá Hronn í naerliggjandi hengirúmi, hlustadi á thá og bardist vid hláturinn. Their toludu idulega um merkilegar poddur sem “the shit” og annar sagidist naestum thví hafa fengid standpínu thegar hann fann ákvedna sjaldgaefa tegund. Tharna voru líka thrír midaldra thýskir karlar sem eydilogdu fyrir okkur rómó sundsprett í ánni thegar their birtust naktir med krumpada rassa og bibbana út um allt og stungu sér til sunds. Orlítill moodkiller thegar madur vill kela undir fossi.

Nú erum vid búin ad vera viku í vidbót hjá Ceci í Santa Cruz, búin ad borda gódan mat, t.a.m. krókódíl, sóla okkur og synda í tennisklúbbnum thar sem Marce kennir, fara í bíó og dressa okkur upp fyrir Halloween, vid vorum ad vísu eina fólkid í baenum sem var í búningum en thad var gaman og vid voktum mikla lukku. Svenni var Wolverine og tók hlutverkid alla leid, han rakadi á sig eins skegg en risabartarnir voru ekki eins toff daginn eftir svo allt skeggid fékk ad fjúka. Í kvold er sídasta kvoldid okkar í Santa Cruz og á morgun tokum vid taeplega sólarhrings rútu til La Paz, hofudborgar Bólivíu seme r jafnframt haesta hofudborg í heimi.
Halló haedarveiki, hér komum vid!


Advertisement



Tot: 0.067s; Tpl: 0.011s; cc: 5; qc: 45; dbt: 0.0459s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1.1mb