Dagur 7, Bangkok


Advertisement
Thailand's flag
Asia » Thailand » Central Thailand » Bangkok
March 30th 2015
Published: April 1st 2015
Edit Blog Post

Á sjöunda degi ætlaði ég til Víetnam og það fór svona:
"Ég er nú fastur í Tælandi þar sem vegabréfið rennur út innan 6 mánaða og kemst því ekki til Víetnam. Ég get ekki heldur verið í Tælandi allan tímann, þar sem ég má aðeins vera hér í 1 mánuð samfellt. Ég er því fastur í Tælandi en verð að komast héðan til að brjóta ekki lög um vegabréfsáritanir."

Seinna um daginn fór ég til ræðismanns Íslands í Bangkok og fékk þar framlengingu vegabréfs um eitt ár.
Það kom svo til umræðu að fara til Pattaya í Tælandi og hætta við Víetnam, þar sem það kostaði 30þús. að breyta flugmiðanum, 15 þús. að fá vegabréfsáritun og 4 þús. fyrir auka farangur.
Ég ákvað þó á endanum að láta þetta ekki stoppa mig frá því að fara til Víetnam, svo niðurstaðan var að gera aðra tilraun daginn eftir.

Þar sem við Sai vildum ekki láta þessa uppákomu skemma fyrir okkur daginn fórum við saman á skauta eftir að hafa farið í True Coffee að skila lyklunum að gamla vinnustaðnum hennar.


Additional photos below
Photos: 4, Displayed: 4


Advertisement



Tot: 0.104s; Tpl: 0.01s; cc: 6; qc: 44; dbt: 0.0478s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1.1mb