Dagur 8, Hanoi, Víetnam


Advertisement
Vietnam's flag
Asia » Vietnam » Red River Delta » Hanoi
March 31st 2015
Published: April 2nd 2015
Edit Blog Post

Klukkan 3:30 um morguninn fórum við aftur á flugvöllinn í Bangkok til að gera aðra tilraun til að komast til Víetnam. Það gekk að mestu vel fyrir sig og eftir smá pappírsvinnu vorum við komin um borð í flugvél á leið til Víetnam.
Þegar við vorum komin á flugvöllinn í Hanoi vissum við ekkert hvert við ættum að fara og fórum því inn í litla rútu en vissum í raun ekkert hvert hún var að fara. Loks komumst við í miðbæ Hanoi eftir mjög áhugaverða bílferð, þar sem bílstjórinn píndi bílinn í 3 gír á 15-20 km hraða, þandi bílflautana mjög reglulega, að því er virtist að tilefnislausu og lenti næstum í bílslysi.
Hann lét okkur út fyrir utan hótel, þar sem við gistum fyrstu nóttina.

Þegar þarna var komið við sögu var klukkan orðin 14 og við vorum orðin þreytt og svöng eftir ferðalagið frá Bangkok en við höfðum ekki haft tíma fyrir morgunmat þegar við vöknuðum. Við fórum því út að borða fyrir ca. 85.000 dong (550 kr) og þar sem ekki var boðið upp á hníf og gaffal varð ég loks að læra að borða með prjónum.

Því næst lögðum við okkur til 16:30 og fórum svo að skoða okkur um bæinn.
Ég keypti mér 55L North Face bakpoka fyrir 300.000 dong, (1900 kr), þar sem ekki var lengur pláss fyrir allan farangurinn í töskunum fyrir allt sem ég hef verslað.
Maðurinn í afgreiðslunni á hótelinu gerði sitt besta til að selja okkur ferð fyrir 260$ á mann, þar sem við hefðum þurft að fylgja fyrirfram ákveðnu plani, borða, sofa og fara á klósettið þegar okkur er sagt að gera það.
Við vorum ekki svo hrifin af því, svo við ákváðum að fara sjálf til HaLong Bay og sjá svo til með framhaldið.



Additional photos below
Photos: 13, Displayed: 13


Advertisement



Tot: 0.088s; Tpl: 0.01s; cc: 11; qc: 25; dbt: 0.0702s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1mb