Gran Sabana


COMING SOON HOUSE ADVERTISING ads_leader
Venezuela's flag
South America » Venezuela » Guayana » Ciudad Bolívar
September 17th 2007
Saved: January 31st 2011
Edit Blog Post

Komin til Ciduad Bolivar. Ferðin um hið mikla Gran Sabana var ágæt, en of mikil keyrsla og fossaskoðun fyrir minn smekk.
Ferðin byrjaði eldsnemma og fór ég til bæjarins Torres Notjes og hitti hópinn. Hann samantóð af frábærri ísraelskri fjölskyldu sem ég stefni pott þétt á að heimsækja á næst ári og svo þýsku pari. Eins og flestir þjóðverjar voru þau svo hallærislega fyndin og minntu mig mikið á Sebastian hinn þýska sem ég og Svanur kynntumst í Portúgal. Við lögðum í hann og ferðinni var haldið í idjánaþorpið Kavanayén. Þaðan fórum við kanó niður fljótið og að fossinum Karuai-Merú. Hann var sá glæsilegasti af öllum þeim sem við skoðuðum. Ég veit ekki hvort þetta er heimþrá eða sjálfselska en mér fannst fossarnir heima alltaf fallegri. Hugsað til baka held ég að mín hafi dottið í þá ljótu gryfju að verða ein af þeim sem ég þoli ekki sjálf. Þ.e.a.s. óánægður, nöldrandi túristi, eða segjum bara að hverjum þykir sinn fugl fagur (það hljómar betur).
Önnur saga er að segja frá Amazon. Mig langaði stöðugt til öskra til losna við þessi hamingju fiðrildi sem kítluðu magann. Það að ganga einhverstaðar inn í miðjum skógi með indjánleiðsögumanninum mínum og gleyma stað og stund. Ég get ekki líst þessari tilfinningu en það að upplifa drauminn og sjá allt sem manni hefur langað til að sjá er eithvað sem ég vona að allir geta uplifað á lífleiðinni. Þvílík ró.
En þrátt fyrir ró í hjartanu var skógurinn alls ekki rólegur. Allstaðar heyrði maður þrusk og skrjáfur, fugla syngja og apa öskra. Litli indjáninn sýndi okkur allskyns jurtir og trjáberki, pöddur og sveppi sem læknuðu öll mein. Hann sýndi okkur einnig risa maura og þeir voru sko risa. Við erum að tala um maura á stærð við músarunga. Þegar drengir úr þorpinu hans verða 13 ára er farið með þá að einu risa maura búinu og þeir látnir liggja hjá því í heilan sólahring. Þeit bæði bíta og stinga líkt og sporðdrekar og hvort sem þeir bíta þig eða stinga er það víst virkilega sársaukafullt og sársaukinn varir í 26 tíma. Eftir þessa lífsreynslu eru þeir orðnir karlmenn og tilbúinir þegar alvöru sársauki stafar að. Ég ákvað að prufa ekki. Það er gaman frá því að segja að þeir nota hausana á þeim í heita sósu, líkt og Tabaskó sósu. Ég ákvað að prufa hana með kjúllanum mínum og verð ég að segja að hún smakkaðist bara vel!
Við komum við hjá indjánum sem bjuggu inn í skóginum. Það var mögnuð upplifun og líkt og að labba aftur í fornöld. Ekker hafði breyst, nema það að þau voru komin í föt. Skýlið, aðbúnaður og vinnuaðferðir eru þær sömu. þegar við gengum í bæinn var amman að baka Catjapa, sem er einskonar brauð búið til úr Yuka. Afinn bauð okkur upp á indjánabjór sem einnig er búinn til úr Yuka. Dropinn fannst mér ekki góður og hélt ég mig því við ,,krakkadrykkinn" sem er einfaldlega hreinn vökvi úr sykureir. Það besta var að ég bjó hann til sjálf!
Næstu tvær nætur gistum við í rétt hjá indjánunum í Montapai í guðdómlegu umhverfi. Þess má geta að Hollywood myndin Jurasic Park var tekin upp á þessum stað og þið sem hafið sjéð þá frægu mynd getið rétt ýmindað ykkur fegurðina. Daginn eftir fórum við til landamærabæjarins Santa Elena og þaðan fór ég yfir til Braselíu.
Braselía var líflega og ég skoðaði amazon frá Brazelíu og mátti sjá mikinn mun á náttúrunni þ.e.a.s. að fleiri og litríkari dýr og jurtir lifa braselíu megin. Frá Santi Elenu tók ég svo 12 tíma næturrútu til Ciduad Bólivar.


Additional photos below
Photos: 32, Displayed: 24


COMING SOON HOUSE ADVERTISING ads_leader_blog_bottom



Comments only available on published blogs

20th September 2007

hæ sæta
Vá þetta er náttúrlega bara magnað :) ég vildi að ég hefði getað upplifað þessa ferð með þér en svona fer lífið stundum, maður veit aldrei hvað skeður næst. Skrítið að hugsa til þess að ég sé á íslandi og þú heima hjá mér núna með Danna mínum hehehe en ég vona að þið séuð að hafa það gaman og gott... Við verðum að gera aðra tilraun fljótlega að hittast svona og fara í einhverja svona skemmtilega ferð saman fyrst það tókst ekki í þetta sinn. lolljú (K)
21st September 2007

smá kveðja:)
Ja hérna hér.... Var einmitt að tala um það við Öddu að maður getur ekki einu sinni áttað sig á hvað þú ert að upplifa! Gaman að geta skoðað myndir með. Takk fyrir kommentið á bloggið elskan :) Love you :*

Tot: 0.116s; Tpl: 0.017s; cc: 11; qc: 67; dbt: 0.0796s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1.2mb