Angel Falls 979m


COMING SOON HOUSE ADVERTISING ads_leader
Venezuela's flag
South America » Venezuela » Guayana » Canaima National Park
September 19th 2007
Saved: January 31st 2011
Edit Blog Post

Þýska parið sem ég hitti í Gran Sabana ákvað að slást í för með mér til Canaima þjóðgarðsins til þess að bera Ange falls, hæsta foss heims, augum. Við tókum fimm manna Cessnu til Canaima þar sem engir vegir liggja að bænum. Bara einn oggulítill fkugvöllur sem getur bara tekið á móti minnstu flugvélunum. Flugferðin var æðilseg og fékk maður nýja og betri sýn á landinu. Það besta var að ég fékk að taka í!
Úr lofti kom ég svo auga á staðinn sem ég hafði verið búin að leyta að, fossinn á forsíðu ferðahandbókarinnar minnar. Ég var búin að leyta lengi og spyrja marga en enginn vissi hvar þessa fegurð var að finna. (Hér má sjá bókina )http://www.booknetshop.co.il/imgs/site/prod/594-4197.jpg

Frá Canaima tók ég sían bát upp ánna Rio Churú. Það tekur 3 og 1/2 klst að komast að fossinum og á þurkkatímabilinum tekur það enn lengri tíma. Í þessari ferð kynntist ég mög skemmtilegu fólki t.d. bráðskemmtilegum Hollendingi. Ég fer að hlæja við það eitt að sjá hann og heyra hann tala. Einnig var með í för par frá Bandaríkjunum, eða hún var frá Texas og var ,,All American" en hann var frá Venuzuela. Ég er að hugsa um að slást í för með þeim austur til að kíkja á olíufugla-hellana frægu og svo aftur vestur til Merída upp í Andersfjöllum.
Fossin var glæsilegur. Það er ansi skemmtilegt að glápa á hæsta foss í heimi. Um nóttina gistum við svo útí skógi með útsýni beint að fossinum. Það var frekar spúkí að horfa útí skógunn um nóttinu og þegar ég lýsti með vasaljósinum mínu út skóginn mátti sjá augu slanganna endurkastast í myrkrinu. Ég þurfti að passa að láta ýmudaraflið ekki hlaupa með mig í gönur því svefninn þurfti ég. En hér búa stærstu slöngu í heimi, Anakonda og stærstu kóngulær í heimi, Golíat kóngulóin. Hún veiðir jafnvel menn ef hún er sársvöng. Ég held að að mundi eithvað heyrast í tengdamömmu ef henni væri boðið að gist með okkur þarna. Hún er nefninlega svo hrifin af köngulóm 😊
Daginn eftir lögðum við snemma af stað niður fljótið aftur. Töluverðar flúðir voru á leiðinni og nokkuð stórar, miðað við að við vorum á 6 metra trébát! Hinn mikli og reyndi rafting guide, ég hafði ekki fyrr sleppt orðinu um að fara í gegnum svona flúðir á svona bát væri hreinlega IMPOSSIBLE, báturinn myndi hreynlega brotna! gaf skipstjórinn okkar allt í botn og í flúðirnar fórum við. Ég bölvaði skipstjóranum í sand og ösku (í huganum auðvitað) fyrir að láta mig lít svona illa út.
Seinna um daginn fórum við svo með bát yfir lónið að fossinum mínum Salto El Sapo. Fleiri fossar renna í lón þetta og er hægt að fara bak við tvo þeirra. Við fórum bak við annan og þvílíkur kraftur í þessu og var hann sérstaklega vatnsmikill núna því það er regntímabil hér í landi.
Læt þetta nægja í bili
Kv. Elín Skelín


Additional photos below
Photos: 42, Displayed: 24


COMING SOON HOUSE ADVERTISING ads_leader_blog_bottom



Comments only available on published blogs

23rd September 2007

Váááá!!!!
Rosalega gaman að sjá þessar myndir skvís....Ógeðslega hlýtur að vera gaman hjá þér....náttúruprinsessunni sjálfri;-) !!! Góða skemmtun áfram og farðu nú varlega!!!!! Kv ásta+daði í Dk ****
24th September 2007


Þetta er ekkert smá flott, sérstaklega þú ástin mín;-) þvílíkt ævintýri og hér er ég að reikna út kælikerfi :-( Luv jú

Tot: 0.099s; Tpl: 0.013s; cc: 9; qc: 63; dbt: 0.0587s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1.2mb