Sól, strönd og sundlaugar


Advertisement
United States' flag
North America » United States » New York » Long Island
July 10th 2007
Published: July 10th 2007EDIT THIS ENTRY


Myndbandsupptaka af Konráð í sundi

"Kúkur í lauginni" var fyrstu viðbrögð bóndans þegar sá stutti fékk loks að prufukeyra uppblásnu laugina í garðinum, hrópið í sama stíl og þegar barn er fætt og kallað er til hirðarinnar "drengur er fæddur". En bóndinn var ekkert að djóka og þegar hrópið breyttist í "kúúúúkur í lauuuuuuginnnnnnni" var stokkið til með allt tiltækt spreybrúsalið bandarísku sýklahræddu þjóðarinnar og sundlaugin verkuð á meðan sá stutti fékk skyndi sturtu. Eftir þetta uppátæki sonarins hafa berir bossar ekki fengið að fara út fyrir húsins dyr og sem betur fer seldu Splish, Splass vatnsrennibrautagarðurinn sem við fórum í, í gærdag vatnsheldar bleyjur.

En frá þeim allra mannlegustu þáttum sonarins yfir í hið stórkostlega bæjarlíf hérna í Amagansett. Í fyrradag var farið á ströndina í fyrsta sinn á þá strönd sem liggur út að Atlandshafinu. Konráð fílaði sandinn og fjörið þar ansi vel en þótti sjórinn frekar úfinn og freklegur að sjá og hélt sig fjarri honum. Það vafðist eitthvað fyrir fjölskyldunni hvort væri að fjara út eða inn og var því brugðið á það ráð að byggja heljarinnar virki svo flæddi ekki yfir fjölskylduna eins og sjá má á myndunum.

Því næst var svo farið á "Farmers market" sem er frábær smámarkaður hérna sem selur afurðir bændanna í kring auk þess sem hægt er að kaupa kaffi og "meðþví" og sitja úti í garði með skemmtileg leikföng fyrir smáborgarana. Rétt hjá er svo torgið bæjarins og þennan dag var lifandi músík í boði bæjarins. Konráð fílaði músíkina rosa vel og reyndi ítrekað að ganga til liðs við bandið með því að hlaupa beint upp á svið

Í gær hins vegar var tilefni til frekari kolefnisjöfnunar búin til þegar við keyrðum til Rivershead sem er einn mest óspennandi bær hér á Long Island en í honum er hins vegar að finna Toys'rus búð og var það upphaflega tilefnið að fara að versla smá dót fyrir þann stutta.
Búðin sem er eins og búast má við - risavaxin og vakti svakalega mikla gleði hjá Konráð sem hljóp á milli gersemanna og skríkti af kæti.
Við spáðum í sjóflutninga, innflutninga og kvörtuðum sáran yfir lélegu úrvali á Íslandi þegar við skoðuðum geggjuð leikföng og okkur langaði að minnka um helming svo við gætum sokkið okkur í leikinn.

Á kortinu fundum við svo út að vatnsrennubrautargarður þeirra long islandbúa var rétt hjá og ákváðum að skella okkur og eins og sjá má á myndunum var fjörið rosalegt. Torfi skrapp í eina risavaxna rennibraut á meðan mamman gaf þeim stutta franskar karteflur sem var það hollasta sem hægt var að bjóða upp á í djúpsteiktum heimi þessa garðs.

Þegar búið var að busla vel í garðinum var ákveðið að halda heim á leið en svo "óheppilega" vildi til að frúin villtist örlítið á leiðinni og keyrði beinustu leið inn í risavaxið "outlet mall" sem er nýtt fyrirbrigði fyrir okkur. Á slíkum stöðum er "last season" í fatnaði eða öðru selt svakalega ódýru verði og satt best að segja beit neysluhyggjan okkur beint í bossan því við komum út með ansi margar poka og sofandi barn í kerrunni. ....

Additional photos below
Photos: 7, Displayed: 7


Advertisement10th July 2007

Million Dollar View
Kærar þakkir fyrir sýnishornin frá Langey! Er hægt að panta fleiri vídeó? Bestu kveðjur, afi Óli. (ÓHT)

Tot: 0.104s; Tpl: 0.008s; cc: 9; qc: 50; dbt: 0.05s; 1; m:jupiter w:www (104.131.28.133); sld: 2; ; mem: 1.5mb