Fyrsta bloggið


Advertisement
Iceland's flag
Europe » Iceland » Southwest » Reykjavík » Kopavogur
August 18th 2011
Published: August 18th 2011
Edit Blog Post

Við hjónakornin höfum ákveðið að halda úti ferðabloggi meðan á bakpokaferðinni stendur. Við leggjum af stað 3. september, byrjum í París þar sem við verðum í eina viku og þaðan fljúgum við svo til Frönsku Guyana, Surinam og Guyana. Þaðan ætlum við niður til Brasilíu og sigla niður Amazon. Að öðru leyti höfum við ekki skipulagt þetta mikið, við stefnum á að vera í Bólivíu um jólin og enda ferðina í Bandaríkjunum næsta vor, annars látum við okkur bara berast með straumnum.
Undirbúningur stendur sem hæst, þessa dagana,
flugmiðar, check!
malaríutöflur, check!
minniskort, check!
vatnsheldar hlífar á bakpoka, check!
Immodium, check! check! og svo sannarlega check! Ekki vill maður eyða allri ferðinni á dollunni!
Við bloggum örugglega ekkert aftur fyrr en við erum farin í ferðina, fylgist endilega með 😊

AdvertisementTot: 0.206s; Tpl: 0.035s; cc: 12; qc: 52; dbt: 0.0259s; 1; m:saturn w:www (104.131.125.221); sld: 1; ; mem: 1.3mb