Dagar 28 - 31. Bálförin. - Phrao, Chiang Mai, Thailand


Advertisement
Thailand's flag
Asia » Thailand » North-West Thailand » Chiang Mai
April 20th 2015
Published: April 27th 2015
Edit Blog Post

Ferðin breyttist töluvert frá því sem áætlað var, þar sem langa langa afi Sai lést.
Við vorum viðstödd athöfnina sem tók alls rúma 3 daga.
Fyrstu þrjá dagana var haldin veisla á heimili hans, þar sem öllum vinum, ættingjum og nágrönnum var boðið.
Gestir tóku þátt í öllum undirbúningi, svo sem eldamennsku, uppvaski, skreytingar og öðru sem þurfti að gera. Einnig aðstoðuðu þeir við að greiða fyrir athöfnina.
Á hverjum degi voru þrjár máltíðir og þess á milli spjölluðu gestir og hjálpuðu til.
Það sem kom mér helst á óvart var að enginn grét eða táraðist í veislunni.
Upplifunin mín af athöfninni var eins og um ættarmót eða grillveislu væri að ræða. Ekkert benti til þess að fólk væri sorgmætt, heldur leit frekar út fyrir að það vildi hafa ánægjulega stund með hinum látna, líkt og hann væri enn á lífi.
Ættingjar héldu ræður, þar sem þeir sögðu frá skemmtilegum minningum af þeim látna og oft hlógu veislugestir þegar sagt var frá einhverju skemmtilegu.
Á hverju kvöldi komu munkar og fóru með bænir, sem allir tóku þátt í.

Á þriðja degi var kistan tekin út og var sett á vagn sem var vel skreyttur og leit helst út fyrir að þetta væri útför konungs.
Pokar með ísmolum voru settir í kistuna, enda um 38°C hiti úti og henni svo lokað aftur.

Kistan stóð úti síðasta kvöldið fyrir bálförina.

Fjórði dagurinn hófst líkt og hinir með morgun og hádegismat og lokið var við að setja upp skreytingar.
Upp úr hádegi var vagninn dreginn af þorpsbúum um 1km. leið að þeim stað þar sem brennslan átti að fara fram.
kistunni var komið fyrir ofan á stafla af viðardrumbum og lokið tekið af henni.
Farið var með bænir og fólk vottaði hinum látna virðingu sína.
Því næst hellti hver og einn könnu af olíu ofan í kistuna og þá fyrst kom söknuðurinn fram í augum þeirra.
Að því loknu var kistunni lokað aftur.
Flugeldum var skotið á loft og mikil sýning hófst, þar sem kviknaði á blysum


Additional photos below
Photos: 35, Displayed: 23


Advertisement



Tot: 0.113s; Tpl: 0.011s; cc: 10; qc: 46; dbt: 0.057s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1.1mb