Quito og Amazon


Advertisement
Ecuador's flag
South America » Ecuador
October 28th 2012
Published: October 29th 2012
Edit Blog Post

Gódann daginn elsku vinir og fjölskylda.

Tarf madur ekki ad henda í eitt blogg fyrir ykkur um tímann okkar í höfudborg Ekvadors- Quito!!

Vid komum til Quito frekar seint mánudaginn 15. október eftir langt og leidinlegt ferdalag yfir landamærin kólumbia/ekvador. Vorum búin ad bóka gistingu á tessu fína hosteli lengst uppá hæd ( tad var bölvad mikid i hvert skipti sem vid turftum ad labba heim.) En upáhalds kínverski stadurinn okkar var rétt fyrir hornid sem var plús, tótt tad séu skiptar skodanir um gædi hans.

Vid voknudum snemma morgunin eftir og byrjudum daginn á burger og shake( besti shake i heimi ad Eyrúnar mati) tókum sídan röltid um allann bæ tar sem vid skodudum La Basilicu kirkjuna, klifrudum sídan efst upp. Eyvindur var ekki sáttur greyjid en hann hafdi tad af. Svo gerdum vid vel vid okkur um kvöldid og horfdum á venezuela-ekvador leikinn yfir sangriu og bjór.

Á midvikudeginum tókum vid rútu ad midbauginum og skelltum okkur a safnid Mitad del mundo. Tar splæstum vid í "rándyrar" lamadyrspeysur í stíl.

Á fimtudeginum var spenningurinn í hámarki, tví ad vid vorum ad fara ad leggja af stad inní Amazon. Og audvitad var Eyrún tá vöknud fyrir allar aldir. Vid skelltum í okkur morgunmat og brunudum af stad í mall ad útrétta fyrir Amazon. Svo fórum vid "heim" ad pakka nidur í tösku og fórum útá rútubílastöd í 8 tíma ferd til Lago Agrio. Vid steinrotudumst alla ferdina og vorum vakin af bílstjóranum á endastöd. Vorum ekki einu sinni almennilega vöknud tegar vid vorum allt í einu komin á hótelid tar sem vid áttum ad hitta tourguidinn okkar ádur en vid myndum legja af stad inní Amazon. En kl var ekki nema fimm um nótt og tad voru 4 tímar í tad. Vid splæstum bara í morgunmat, opnudum bjór og tókum upp spilin okkar.

Tíminn leid og kl 9 tók vid 2 tíma bílferd ad innganginum hjá Cuyabeno reservinu. Tar fengum vid tetta fína heimalagad pasta og kók og kynntumst hollenska parinu sem átti ad eyda med okkur helginni. Sídan hoppudum vid uppi motorcanoe í 3 tíma ad gististadnum okkar. Á leidinni sáum vid 5 mismunandi gerdir af öpum, allskyns fugla, skjaldbökur,skordyr og allann andskotann. Lodgid okkar leit svona helvíti vel út. Heitt vatn, fínt, hreint rúm og smá rafmagn. Vorum 4 saman med allann gististadinn og einkakokk. Í sæluvímu leit Eyrún soldid stórt á sig og hugsadi med sér ad hérna gæti hún sest ad. En tad leid ekki á löngu tar til hún sá alla kakkalakkana í rúminu, tarantúlurnar um alla veggi og rottur sem stálust í kexid hennar. Og hún hafdi ekki gert sér greint fyrir nidamyrkrinu á kvöldin med EKKERT rafmagn í midjum frumskóginum. En hún hafdi tetta af stelpan.

Í Amazon gerdum vid margt og sáum miklu meira en vid bjuggumst vid.

Daginn sem vid komum ta fengum vid ad taka smá blund í hengirúminu, svo var farid á canoe nidur Cuyabeno ánna ad Laguna Grande. Tar syntum vid med anacondunum, piranha og krókódílunum og fleiri dyrum. Svo bidum vid tolinmód eftir myrkrinu tví ad vid ætludum ad fara ad skoda krókódíla!! Magnad ad segja frá tví, tví ad tegar myrkid skall á ta sá madur milljón stór raud augu í kringum sig,tví ad tegar sólin sest koma teir allir uppá yfirbordid. Vid fengum meira ad segja ad fanga einn lítinn og halda á honum og jeminn eini hvad litli var sterkur. Á leidinni til baka fundum vud einn 4 metra krókódíl, sigldum ad honum og reyndum ad henda einhverju í hann til ad fá hann til ad hreyfa sig en hann vildi ekki haggast. Eftir tetta var haldid "heim" tar beid okkar ljúffeng nautasteik og raudbedur. Svo var skridid uppi rúm en tad tók um 2 tíma tví ad Eyvindur var sendur á 4 fætur med vasaljós ad grandskoda herbergid fyrir litlu prinsessuna sem ætladi ekki ad fá eitthvad uppí rúm til sín.

Daginn eftir vorum vid vakin um 8 leitid í morgunmat. Eftir morgunmat var farid nidur ána á canoe ad myri sem vid röltudum um ad leit ad anacondu sporum, fundum nokkur en engar slöngur. Ta var haldid inní frumskóginn í 2 tíma göngu tar sem vid fræddust um allar plönturnar tar og hvernig hægt er ad nota tær til eldunar eda í lækningaskyni. Tegar vid snerum til baka var hinn indæli Walter, litli bátsmadurinn okkar búinn ad finna slöngu fyrir okkur og vitidi hvad?? Hún var ekki nema 5 metra löng! RISA flykki. Vid fengum ad snerta hana, klípa og Eyvindur meira ad segja hélt á henni til ad koma henni aftur í holuna sína. Eftir mikid spennufall snérum vid til baka í hádegismat eftir hann var fengid sér bjór og notid lífsins í hengirúmunum. Fyrir kvöldmat skelltum vid okkur í piranha veidar. Eyrún var heppinn og veiddi einn en óheppnin var med Eyvindi sem veiddi engann. Hann var ekki sáttur.

Seinasta daginn rann sá dagur upp sem Eyrún hélt ad væri úr sögunni. Barnadraumurinn hennar vard ad veruleika! Já ég fékk ad leika vid apa!!

En dagurinn hófst á 3 tíma bátsferd tar sem var skodad dyralífid og sidan heimsóttum vid ættbálk sem byr medfram ánni. En gaman ad segja frá tvi ad tegar vid vorum ad horfa a litlu krakkana i fótbolta var ekki bara ein lítil otra med teim. Mjög krúttlegt. Sídan bakadi mamman fyrir okkur ljúffengt braud úr engu nema rót. En braudid heitir Casava. Svo fengum vid ad prufa veidifærin teirra sem tau nota til ad afla sér matar med. En hugurin hennar Eyrúnar var annars stadar. Fjölskyldan átti nefnilega einn lítinn baby apa og var hún ad leika vid hann allann tímann, deildum samloku og allt. Med söknud í hjarta ad yfirgefa tetta litla kríli héldum vid áfram og heimsóttum vid ekta Shaman. Hann sagdi okkur frá starfinu sínu og hvar hann hafdi lært og um sjálfan sig. Tad var mjög fródlegt. Svo gerdi hann smá ritual vid bakid á Eyvindi og greyjid var med útbrot og blödrur í klukkutíma eftir á.

seinasta kvöldinu var eytt vid Laguna Grande tar sem vid horfdum á sólsetrid. Ekkert smá fallegt tar.

Héldum svo af stad til Quito daginn eftir stútfull af yndislegum minningum um Amazon.

Advertisement



Tot: 0.195s; Tpl: 0.01s; cc: 9; qc: 49; dbt: 0.0427s; 1; m:domysql w:travelblog (10.17.0.13); sld: 1; ; mem: 1.1mb